Ray Anthony Jónsson til Keflavíkur
Bakvörðurinn Ray Anthony Jónsson hefur skrifað undir 2 ára samning við Keflavík sem leikur í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Ray sem er 33 ára gamall hefur spilað allan sinn ferið í Grindavík en hann á að baki 182 leiki í efstu deild. Hann er einn reynslumesti leikmaður Grindvíkinga frá upphafi.
Ray hefur leikið 29 leiki með landsliði Filippseyja og á að baki leiki með 21 árs landsliði Íslands. Faðir hans er íslenskur en móðir hans frá Filipseyjum sem gerir hann gjaldgengan í landsliðið.
Ray er fyrsti leikmaðurinn sem Keflvíkingar semja við fyrir komandi tímabil en frekari fregna er að vænta af leikmannamálum á næstunni.