Rautt eða ekki?
Eitt helsta umræðuefnið eftir leik Keflavíkur og FH í Landsbankadeildinni í gær er atriði sem átti sér stað þegar um 40 sekúndur voru liðnar af leik liðanna. Skemmst er frá því að segja að FH hafði 2-1 sigur í leiknum en Keflvíkingar voru sérlega ósáttir við atburðinn sem um ræðir.
,,Við opnum FH vörnina upp á gátt eftir 40 sekúndna leik rétt eins og við vorum búnir að leggja upp á æfingum en þegar leikmaðurinn (Símun Samuelsen) er við það að brjótast í gegn þá er hann rifinn niður, þetta er brottrekstur, einfalt mál,” sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir.
Guðmundur Sævarsson, einn
Rautt spjald á Guðmund hefði vissulega breytt gangi mála í gær en það hefur vafalítið verið skeggrætt yfir ófáum kaffibollum í dag hvort Guðmundur hefði átt að fá rautt eða ekki.
Keflavík mætir Breiðablik á fimmtudag og hefst leikurinn kl. 19:15 á Kópavogsvelli. ,,Þetta verður erfiður leikur því hann kemur strax á eftir FH leiknum sem var viss vonbrigði og þá eru Blikarnir einnig með gott lið, leikurinn verður andlega og fótboltalega erfiður, ekki síst andlega,” sagði Kristján.