Rauður dregill og Íslandsvél fyrir stelpurnar okkar
Stelpurnar okkar - kvennalandsliðið í knattspyrnu flugu í morgun frá Keflavíkurflugvelli til keppni á Evrópumótinu í knattspyrnu í Englandi. Rauður dregill var lagður fyrir framan Íslands-skreytta Boeing vél Icelandair á flughlaðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.
Stelpurnar og hópurinn allur var klæddur í bláu og hvítu en nú styttist í alvöruna hjá þeim en fyrst er ferðinni heitið til Póllands þar sem leikinn verður æfingaleikur við heimakonur á miðvikudaginn. Þaðan liggur leiðin til Þýskalands í æfingabúðir til 6. júní. Evrópumótið hefst svo 10. júlí. Ísland er í riðli með Belgíu, Frakklandi og Ítalíu. Fyrsti leikur okkar kvenna verður gegn Belgíu 10. júlí.
Í hópnum eru tveir leikmenn frá Suðurnesjum, þær Sveindís Jane Jónsdóttir frá Keflavík og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Grindavík.
Valdimar Valsson tók ljósmyndirnar.
Suðurnesjamenn áttu líka fulltrúa í áhöfn flugvélarinnar, Hildi Björk Pálsdóttur, flugmann og Hildi Elísabetu Þorgrímsdóttur, fyrstu freyju.