Rallakstur: Jón og Borgar komnir á nýjan bíl
Fyrsta mót ársins í Rallakstri fer fram á morgun og er Keflvíkingurinn Jón Bjarni Hrólfsson ásamt félaga sínum, Borgari Ólafssyni, að sjálfsögðu meðal keppenda.
Þeir mæta nú til leiks á enn öflugri bíl, af gerðinni Subaru Impreza sti, og ætla sér enn betri árangur en í fyrra þegar þeir sigruðu í 2000cc flokki og voru í 2. sæti í heildarkeppninni.
Nýjui bíllinn er 4WD 300hö, 6 gíra, með Ohlins fjöðrun og smíðaður af Prodrive UK. Skemmtilegt er að geta þess að svona bílar eyða um 80-90 lítrum á hundraði á sérleiðum og um 30 lítrum á ferjuleiðum.
Styrktraraðilar þeirra eru N1, Ingvar Helgason, Emmess ís, Krónan. Martini, Bíljöfur, Vífilfell og Logoprent.
Keppnin á morgun fer fram í Reykjavík og hefst kl. 10 og stendur til kl. 17.
Þeir mæta nú til leiks á enn öflugri bíl, af gerðinni Subaru Impreza sti, og ætla sér enn betri árangur en í fyrra þegar þeir sigruðu í 2000cc flokki og voru í 2. sæti í heildarkeppninni.
Nýjui bíllinn er 4WD 300hö, 6 gíra, með Ohlins fjöðrun og smíðaður af Prodrive UK. Skemmtilegt er að geta þess að svona bílar eyða um 80-90 lítrum á hundraði á sérleiðum og um 30 lítrum á ferjuleiðum.
Styrktraraðilar þeirra eru N1, Ingvar Helgason, Emmess ís, Krónan. Martini, Bíljöfur, Vífilfell og Logoprent.
Keppnin á morgun fer fram í Reykjavík og hefst kl. 10 og stendur til kl. 17.