Rajkovic í þjálfarateymi Grindvíkinga
,Srjdan Rajkovic hefur skrifað undir 2ja ára samning sem markmannsþjálfari Pepsi-deildarliðs Grindvíkinga. Hann mun sinna markmannsþjálfun meistaraflokka félagsins ásamt markmönnum yngri flokkanna.
Rajko á 337 leiki með mfl. á Íslandi, þ.a. 3 Evrópuleiki. Það kemur mikil reynsla með Rajko og erum við mjög ánægðir að fá hann inní þjálfarateymi okkar. Bjóðum við hann hér með velkominn til Grindavíkur,“ segir í frétt frá Grindvíkingum.