Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ragnheiður Sara vann í Dubai
Sunnudagur 11. desember 2016 kl. 12:59

Ragnheiður Sara vann í Dubai

Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir sigraði í kvenna­flokki á Cross­fit-leik­un­um Dubai Fit­n­ess Champ­i­ons­hip en þeim lauk í gær.
Njarðvíkingurinn náði forystu á fyrsta degi og hélt 50 stiga forskoti á næsta keppanda, Samönthu Briggs, alla dagana. Matareitrun kom ekki í veg fyrir að Ragnheiður kláraði dæmið og sigraði. Hún sagði í samtali við mbl.is vera ótrúlega stolt af árangrinum og hefði ekki búist við að halda titilinum eftir veikindin síðustu nóttina.

Annie Mist Þórðardótt­ir, sem í tvígang hef­ur orðið heims­meist­ari í Cross­fit, varð í þriðja sæti og Björg­vin Guðmunds­son var efst­ur ís­lensku karl­anna, í 7. sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024