Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ragnheiður Sara upp um tvö  sæti á heimslistanum
Miðvikudagur 18. mars 2015 kl. 10:38

Ragnheiður Sara upp um tvö sæti á heimslistanum

Leiðin á Heimsleikana heldur áfram

Crossfit-konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir heldur áfram að gera það gott í crossfit heiminum en á mánudaginn skilaði hún skori fyrir þriðju æfingu undankeppni Heimsleikana sem fara fram í sumar. 

Sara gerði tvær tilraunir við æfinguna og bætti sig um 11 endurtekningar frá því í fyrra skiptið og skilaði inn 526 endurtekningum sem var 5. besta skor í heiminum í kvennaflokki sem verður að teljast magnaður árangur. Myndband sem sýnir uppbyggingu æfingarinnar má finna hér en óhætt er segja að æfingin sé krefjandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Open er búið að ganga mun betur en ég bjóst við. Markmiðið var að vinna eina æfingu af 5 í Evrópu, núna er þremur lokið og ég hef unnið tvö af þeim" -sagði Sara í stuttu samtali við Víkurfréttir í morgunn.

Aðspurð um síðustu æfingu hafði Sara þetta að segja: ,,Þetta WOD var of gott til að vera satt. Búið var að stilla upp öllum bestu æfingunum mínum í eina æfingu."

Með þessum úrslitum færist Sara upp um tvö sæti á heimslistanum og situr nú í 6. sæti en stendur í stað í 2. sæti Evrópulistans, rétt á eftir Annie Mist Þórisdóttur sem leiðir í Evrópu.

Talsverður fjöldi fólks fylgdist með og hvatti Söru til dáða í aðstöðu Crossfit Suðurnes þegar seinni tilraun æfingarinnar fór fram og má búast við því að það sama verði uppá teningnum þegar fjórða æfing undankeppninnar verður tekin fyrir um næstu helgi.