Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ragnheiður Sara sigraði á móti á Ítalíu
Mánudagur 8. desember 2014 kl. 11:21

Ragnheiður Sara sigraði á móti á Ítalíu

Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á sterku alþjóðlegu Crossfit móti sem haldið var á Ítalíu. Meðal keppenda voru sterkir Crossfittarar á borð við Björk Óðinsdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur, sem báðar hafa farið á heimsleikana í Crossfit. Sara hefur átt góðu gengi að fagna á árinu en hún sigraði einnig á móti í Frakklandi í sumar ásamt því að hafna í 2.-3. sæti á Íslandsmótinu fyrir skömmu.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024