Ragnheiður Sara og félagar sigruðu í CrossFit Invitationals
Lið Evrópu sigraði Reebok CrossFit Invitational liðakeppnina sem fram fór í Oshawa í Kanada um helgina en liðið var skipað þremur Íslendingum og einum Svía. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópa sigrar keppnina.
Íslendingarnir í liðinu voru þau Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson en auk þeirra var Svíinn Lukas Högberg. Samantha Briggs frá Bretlandi þjálfaði liðið.
Keppnin var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokagreininni. Evrópa endaði með 23 stig en í öðru sætu voru Bandaríkin með 16 stig.