Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ragnheiður Sara mætt á heimsleikana
Mánudagur 30. júlí 2018 kl. 10:17

Ragnheiður Sara mætt á heimsleikana

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tekur þátt í heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í vikunni en leikarnir fara fram í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. Sara hefur æft vel fyrir leikana en hún hefur verið að berjast um efstu sætin síðastliðin fjögur ár og besti árangur hennar er þriðja sætið árið 2015.

Ragnheiður ætlar sér sigur í ár en hún er komin með nýtt þjálfarateymi ásamt því að Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, lektor- og sviðsstjóri íþróttasviðs HR er í þjálfarateymi Söru og mun vinna með henni í markmiðssetningu ásamt því að stjórna spennustigi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024