Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Ragnheiður Sara keppir á Evrópuleikunum um helgina
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
Fimmtudagur 28. maí 2015 kl. 07:00

Ragnheiður Sara keppir á Evrópuleikunum um helgina

Sporthúsið sýnir beint frá mótinu alla helgina

Um helgina fara hinir árlegu Evrópuleikar í Crossfit fram í Ballerup Super Arena í Kaupmannahöfn.

 

Public deli
Public deli

Mótið er áframhald undankeppni heimsleikana sem fara munu fram í Kaliforníu seinna í sumar, þar sem aðeins þeir allra bestu í greininni vinna sér inn keppnisrétt hverju sinni. Nokkuð fjölmennur hópur íslenskra áhorfenda er á leiðinni til Kaupmannahafnar á mótið, þar af iðkendur hjá Crossfit Suðurnes sem ætla sér að styðja við bakið á Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Hún er talin ein af sigurstranglegustu konunum af spekingum vestanhafs þar sem greinin á rætur sínar að rekja. Sara, eins og hún er oftast kölluð, hefur verið við topp heimslistans í vetur og unnið nokkur sterk mót þar sem að fyrrum heimsleikameistarar hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir henni. Aðeins 5 efstu konurnar á mótinu vinna sér inn keppnisrétt á heimsleikunum af 40 keppendum.

Sporthúsið ætlar að sýna beint frá mótinu á 2. hæð hússins þar sem léttar veitingar verða í boði en aðeins verður sýnt frá keppni í kvennaflokki.

Hér að neðan má sjá tímasetningar á greinum sem að Sara keppir í og hvenær þær verða sýndar í Sporthúsinu:

Dagur 1 -  föstudagur 29. maí

Grein 1: kl 11:10-11:50

Grein 2: kl 13:30-14:50

 

Dagur 2 - laugardagur 30. maí


Grein 3:  kl 9:45 - 11:45


Grein 4 og 5: kl 14:05 - 14:53

 

Dagur 3 - sunnudagur 31. maí


Grein 6: kl 11:40 - 13:00


Grein 7: kl 14:10 - 14:50