Ragnheiður Sara í 3. sæti eftir fyrsta dag Heimsleikana
Sjósund og sandpokar
Ragnheiður Sara Sigmundsóttir byrjar Heimsleikana í crossfit best allra íslensku kvennana á motinu og lauk keppni í 3. sæti eftir fyrsta keppnisdag með 152 stig að loknum tveimur greinum.
Gærdagurinn byrjaði snemma þar sem keppendur í einstæklingsflokki þurftu að glíma við 500 metra sjósund, 3,2 km róður án ára á flotbrettum og síðan aftur 500 metra sjósunsd áður en hlupið var yfir endalínu. Allir keppendur voru ræstir út á sama tíma og kom Sara 8. í mark af 39 keppendum sem gaf henni 64 stig. Annie Mist Þórisdóttir var önnur í mark af íslensku konunum og varð 13. sæti. Keppendur voru flestallir að spreyta sig í fyrsta skipti á róðri á flotbrettum og fengu aðeins að æfa sig í um 45 mínútur á þeim áður en keppni hófst en keppendur fá oftar en ekki lítinn tíma til að undirbúnings þar sem að greinar eru oft ekki afhjúpaðar fyrr en skömmu fyrir sjálfa keppni.
Síðari grein dagsins fór fram á tennisleikvangi í Carson þar sem að keppendur þurftu að koma tæpum 170 kílóum í 8 sandpokum frá einum enda leikvangsins, frá efstu tröppum annarar áhorfendastúkunnar, niður yfir vegg og á vallarflötinn, hlaða þyngdinni í hjólbörur sem keyra átti svo þvert yfir völlinn og að hinum veggnum í enda vallar og koma þyngdinni yfir vegginn og hlaða sandpokunum aftur upp í efstu tröppu áhorfendastúkunnar. Reyndist þessi þraut mörgum keppendum ofviða og náðu margir ekki að klára undir 15 mínútna tímaþakinu sem sett hafði verið.
Sara náði þar fjórða besta tíma allra sem að gaf henni 82 stig að launum og fleytti henni í 3. sæti í heildarkeppninni með 152 stig sem að er frábær afrakstur eftir fyrsta keppnisdag. Sem fyrr segir er Sara efst allra íslensku kvennana en Annie Mist Þórisdóttir er í 6. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir í því 15.
Keppni heldur áfram í karla- og kvennaflokki á morgunn með þremur greinum en fyrsta grein hefst kl. 19:30 á íslenskum tíma og er hægt að horfa á leikana í beinni útsendingu á vef keppninnar games.crossfit.com