Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ragnheiður Sara heldur góðum dampi
Ragnheiður Sara heldur áfram að standa sig vel
Þriðjudagur 10. mars 2015 kl. 20:10

Ragnheiður Sara heldur góðum dampi

Crossfit-konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir heldur áfram að standa sig vel en í gær skilaði hún skori fyrir 2. grein undankeppni Crossfit-leikana sem fram fara í sumar. 

Sara, eins og hún er oftast kölluð, náði 334 endurtekningum í æfingunni sem innihélt hnébeygjur með stöng upprétta yfir höfði og upphýfur með brjóstkassa í slá. Sá árangur setur hana í 2. sæti á Evrópulistanum og í 8. sæti á heimsvísu í samanlögðu í fyrstu tveimur greinunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsta grein verður tilkynnt aðfaranótt föstudags og hafa keppendur til mánudagskvölds til að skila inn skori.