Ragnheiður Sara fyrst til að lyfta 200 kg
Fagnaði sigri í ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleiknunum
Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð um helgina fyrst íslenskra kvenna til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri í ólympískum lyftingum kvenna. Sara vann afrekið á Reykjavíkurleikunum þar sem hún fagnaði sigri.
Keppt var í svokallaðri Sinclair-stigakeppni, þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Sara keppti í -69 kg flokki, setti Íslandsmet í snörun þegar hún lyfti 91 kg og í jafnhendingu er hún lyfti 110 kg. Samanlagt var það því 201 kíló.