Ragnheiður Sara fulltrúi Íslands á NM í lyftingum
Landsliðshópur Íslands fyrir Norðurlandamótið í ólympískum lyftingum sem verður haldið Vigrestad í Noregi 30. maí - 1. júní hefur verið tilkynntur. Í honum eru sjö keppendur, fimm konur og tveir karlar. Þeirra á meðal er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem keppir í -69 kg flokki á mótinu, en hún keppir fyrir hönd UMFN. Hún hefur gert það gott í Crossfit að undanförnu og í þrekmótaröðinni en í fyrra varð Ragnheiður m.a. „hraustasta kona landsins“ á mótaröðinni.