Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Ragnheiður Sara Evrópumeistari annað árið í röð
  • Ragnheiður Sara Evrópumeistari annað árið í röð
    Um hundrað félagar Söru komu saman í Sporthúsinu og kvöttu sína konu til dáða.
Sunnudagur 29. maí 2016 kl. 14:21

Ragnheiður Sara Evrópumeistari annað árið í röð

Fer á heimsleikana í Los Angeles í sumar

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði rétt í þessu Evrópumeistaratitli í Crossfit annað árið í röð. Njarðvíkingurinn Sara átti í harðri keppni við löndu sína Annie Mist Þórisdóttir en að lokum stóð Sara uppi sem sigurvegari. Hún leiddi allt mótið og vann að lokum tíu stiga sigur, hlaut 650 stig á meðan Annie hlaut 640 stig.

Sara sigraði tvær greinar, varð tvisvar í öðru sæti og í því þriðja, en í einni grein hafnaði hún í fimmta sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um hundrað félagar Söru úr Crossfit Suðurnes komu saman í Sporthúsinu á Ásbrú í dag til þess að fylgjast með Söru í lokagreinunum. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar ljóst var að Sara hefði sigrað. Fjölskylda Söru og aðrir Suðurnesjamenn fjölmenntu einnig til Madrid til þess að hvetja Söru til dáða.