Ragnheiður Sara efst í Dubai
Lokaspretturinn á laugardag
Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í efsta sæti á sterku crossfitmóti þegar aðeins einn dagur er eftir af mótinu. Keppnin fer fram í Dubai en verðlaunafé er einkar rausnarlegt á mótinu, en fyrir fyrsta sæti fást sex milljónir. Sara hefur sigrað í tveimur greinum af 12 og er með 34 stiga forystu á hina öflugu Samantha Briggs fyrir lokadaginn.