Ragnheiður Sara aftur þriðja á heimsleikunum
Suðurnesjakonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hafnaði í þriða sæti á heimsleikunum í crossfit sem lauk nú laust fyrir miðnætti. Það var landa hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. Sara varð einnig þriðja á leikunum í fyrra en hún náði best að koma sér í annað sætið í keppninni í ár.
Dagurinn í dag reyndist okkar konu frekar strembinn þar sem hún átti sínar verstu greinar. Hún náði þó að standa sig vel í tveimur greinum og það dugði henni á verðlaunapall á þessu gríðar sterka móti. Glæsilegur árangur hjá Söru.