Ragnar stýrir kvennaliði Njarðvíkur næstu tvö árin
Ragnar Halldór Ragnarsson samdi í dag við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur til næstu tveggja ára. Ragnar tók við Njarðvíkurliðinu laust eftir miðja síðustu leiktíð en fær nú það verkefni að treysta grunninn í meistaraflokki kvenna í Ljónagryfjunni og undirbúa hópinn fyrir baráttu á meðal þeirra bestu í náinni framtíð.
„Verkefnið er gríðarlega spennandi enda raðirnar þéttar í yngri flokkum kvenna í Njarðvík. Síðastliðin leiktíð var nokkuð skrýtin með bikarsilfri og svo falli í 1. deild. Nú þurfum við að fara aftur að teikniborðinu með kvennaliðið og byggja til framtíðar svo Njarðvík geti keppt á meðal þeirra bestu um alla þá titla sem í boði eru,“ sagði Ragnar við undirritun samninga í dag.