Ragnar Steinarsson ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur
Ragnar Steinarsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur. Mun hann vera nýráðnum þjálfara liðsins, Milan Stefán Jankovic, til halds og trausts. Ragnar hefur lokið AB-þjálfarastigi frá KSÍ og mun um helgina taka B-stigið. Ragnar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði talið við Rúnar Arnarson, formann félagsins, á þriðjudag og verið ráðinn á miðvikudag. "Milan Stefán var mjög ánægður að fá mig til starfa og það verður gaman að aðstoða hann við þetta. Ég mun án efa læra helling á því enda hefur maður heyrt margt gott af honum sem þjálfara".
Ragnar sagði spennandi tíma í nánd hjá Keflavíkurliðinu, þar væru ungir og efnilegir leikmenn sem ættu eftir að gera það gott í framtíðinni.
Ragnar sagði spennandi tíma í nánd hjá Keflavíkurliðinu, þar væru ungir og efnilegir leikmenn sem ættu eftir að gera það gott í framtíðinni.