Ragnar lætur af störfum hjá Reyni
Ragnar Steinarsson hefur látið af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Reynis í knattspynru. Jakob Már Jónharðsson mun því sjá einn um þjálfun liðsins það sem eftir lifir tímabils.
Á heimasíðu Reynis segir:
Stjórn knattspyrnudeildar Reynis vill þakka Ragnari fyrir góð störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Reynismenn eru á botni 1. deildar og eru í bullandi fallbaráttu en þeir hafa enn fimm umferðir til að bjarga sér og munu mæta KA á Sparisjóðsvellinum næsta föstudag.