Raggi Steinars hættur við að hætta
Ragnar Steinarsson knattspyrnukappi hefur ákveðið að ganga til liðs við Keflvíkinga að nýju og spila með þeim í Síma-deildinni i sumar. Ragnar hafði gefið það út að hann væri hættur en honum snerist hugur. Þetta eru góðar fréttir fyrir ungt lið Keflvíkinga enda er Ragnar mjög öflugur miðjumaður með mikla reynslu.