Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rafn Markús úr leik vegna meiðsla
Þriðjudagur 10. ágúst 2010 kl. 09:10

Rafn Markús úr leik vegna meiðsla


Varnarmaðurinn Rafn Markús Vilbergsson leikur ekki fleiri leiki með Njarðvík í 1. deildinni á þessu keppnistímabili en hann meiddist á hné í leik gegn Gróttu fyrir stuttu.
Niðurstöður úr myndatöku leiddu í ljós að hann er með slitið fremra krossband og þarf að fara í aðgerð.
Þetta er í annað skiptið sem Rafn lendir í þessum meiðslun en hann lenti í samskonar meiðslum í ágúst 2007 og var frá í átta mánuði eftir aðgerð.
Rafn lék 10 leiki í 1. deildinni í ár og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann  kom til Njarðvíkur árið 2005, hefur leikið 122 leiki fyrir liðið og skorað í þeim 43 mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024