Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rafn Markús nýr þjálfari Víðis
Á myndinni eru frá vinstri, Rafn Markús, Jón Ragnar Ástþórsson formaður Víðis og Árni Þór.
Föstudagur 25. október 2013 kl. 12:22

Rafn Markús nýr þjálfari Víðis

Knattspyrnufélagið Víðir og Rafn Markús Vilbergsson hafa náð samkomulagi um að Rafn þjálfi Víðir næstu tvö árin. Rafn er uppalinn Víðismaður og steig sín fyrstu skref í meistaraflokk með Víði.

Það er Víði því mikið fagnaðarefni að fá hann aftur í sínar raðir. Rafn tekur með sér frá Njarðvík Árna Þór Ármannsson sem verður hans aðstoðarmaður og koma þeir báðir til með að leika með liðinu.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þeir félagar skrifuðu undir samning þessa efnis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024