Ræðst í kvöld hverjum Keflavík mætir
Íslandsmeistarar Keflavíkur í kvennakörfuknattleik mæta annað hvort Haukum eða ÍS í úrslitarimmu Iceland Express deildarinnar. Haukar og ÍS leika oddaleik sinn í kvöld að Ásvöllum og mun sigurliðið mæta Keflavík í úrslitarimmunni. Keflavík freistar þess að verja Íslandsmeistaratitilinn og ná þeim fjórða í röð.