Púttmótaröð GS að hefjast
Púttmótaröð GS hefst mánudaginn 26. október. Púttað verður í inniaðstöðu GS að Hafnargötu 2 og verður spilað í þremur flokkum hvert kvöld. Aðstaða í gamla „háeff“ er fín fyrir kylfinga sem hafa verið duglegir í Leirunni að undanförnu.
Fyrirkomulagið í púttmótaröðinni verður svona:
Úrvalsflokkur: fgj. 5 og minna.
Sérflokkur: fgj. 6-15
Gæðaflokkur: fgj. 16 og hærra.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki í hverju móti. Verðlaun verða einnig fyrir heildarkeppni þar sem spilað verður til 14. desember eða næstu átta mánudaga og munu 5 bestu hringirnir telja. Börn og unglingar eru sérstaklega velkomin og spila í forgjafaflokkum eftir forgjöf í hverju móti. Hins vegar verða veitt verðlaun fyrir heildarárangur barna 12 og yngri og unglinga 13-18 ára að þessum átta mótum liðnum. Fjölskyldan ætti öll að geta mætt í pútt á mánudagskvöldum í vetur hjá GS.
Mótin eru á milli kl. 19.00-21.00 á mánudögum.Mótsgjald er 500 kr en frítt er fyrir börn og unglinga. Heitt verður á könnunni ásamt því að afreks- og meistaraflokks kylfingar verða til leiðsagnar fyrir byrjendur og aðra.