Púttmót í HF í kvöld
Fyrsta púttmót ársins hjá GS verður í kvöld og hefst það kl. 19. Mótið er til styrktar unglingastarfi GS. Keppt er í tveimur flokkum og einnig í barnaflokki (14 ára og yngri). Mótsgjald er kr. 500, en ókeypis fyrir börnin. Verðlaun eru hófleg og í anda áhugamennsku. Pútterar og golfkúlur á staðnum fyrir þá sem vilja. Ekki er nema um klukkustund að klára hringinn. Púttmótið er opið öllum og skorað er á sem flesta að mæta, segir í tilkynningu frá GS.