Púttmót í HF í kvöld
Púttmót verður í kvöld kl. 19 í inniaðstöðunni í HF við Hafnargötu 2 í Keflavík á vegum Golfklúbbs Suðurneesja. Aðgangseyrir kr. 500. Allir velkomnir, en mótið er til styrktar barna- og unglingastarfi Golfklúbbs Suðurnesja.
Ungu kylfingarnir eru í fjáröflun þessa dagana samhliða vetraræfingum í golfinu undir stjórn Karenar Sævarsdóttur. Þau standa vaktina í HF en þar er opið mánudaga til föstudaga kl. 18-21 og á laugardögum kl. 11-15. Í HF er góður púttvöllur og aðstaða til að slá í net og einnig golfhermir.
Krakkarnir í GS stóðu fyrir kökubasar sl. föstudag og þau vildu koma á þakklæti á framfæri til allra sem keyptu af þeim og hjálpuðu þeim þannig í fjáröfluninni.
VF-mynd: Ungir kylfingar í GS seldu kökur í verslunarmiðstöðinni Krossmóa sl. föstudag.