Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 16:57

Púttmót í frábæru veðri

Í síðustu viku fór fram hið árlega púttmót Púttklúbbs Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Mót þetta hefur ávallt verið mjög vinsælt hjá pútturum og hafa þau oft þurft að flýja með það inn sökum veðurs, en nú brá svo við að veður var eitt hið besta sem komið hefur hér um slóðir.Að mótinu loknu var haldið hóf á Víkinni þar sem fram fóru verðlaunaafhendingar og boðið var upp á góðar veitingar. Að sögn þátttakenda er mót þetta eitt það veglegasta sem haldið er ár hvert og mótið í ár var þar engin undantekning.

Sigurvegarar í hverjum flokki var sem hér segir:

Eldri flokkur kvenna

1. Hrefna Ólafsdóttir
2. Regína Guðmundsdóttir
3. Hrefna M. Sigurðardóttir


Yngri flokkur kvenna

1. María Ögmundsdóttir
2. Lórý Erlingsdóttir
3. Jóhanna Jensdóttir


Eldri flokkur karla

1. Stefán Egilsson
2. Högni Oddsson
3. Óskar Ingibersson


Yngri flokkur karla

1. Guðmundur Ólafsson
2. Gústaf Ólafsson
3. Jón Ísleifsson

Bingó: Guðmundur Ólafsson 7
Guðrún Halldórsdóttir 4

Mestu skor: Guðmundur Ólafsson og María Ögmundsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024