Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Púttarar sýna glæsileg tilþrif
Föstudagur 27. ágúst 2004 kl. 10:00

Púttarar sýna glæsileg tilþrif

Púttarar á Suðurnesjum hafa haldið fjölmörg mót í sumar og hefur þátttaka verið með miklum ágætum.

Tvö mót eru nýafstaðin þ.e. Afmælismót PS, sem fór fram þann 19. ágúst, og í gær fór fram mót í Röstinni sem Framkvæmdasjóður aldraðra styrkti.

Á Afmælismóti PS voru venju leiknar 36 holur.
Sigurvegari í kvennaflokki var Regína Guðmundsdóttir með 70 högg og 4 bingó, Hrefna Ólafsdóttir var í öðru sæti með 71 högg og 3 bingó og í þriðja sæti varð Vilborg Strange með 71 högg og 6 bingó, fleiri en nokkur annar.
 
Í karlaflokki sigraði Högni Oddsson eftir spennandi umspil með 67 högg og 6 bingó, Hákon Þorvaldsson var í öðru, einnig með 67 högg og 5 bingó en  í 3. sæti, einnig á 67 höggum og 5 bingóum, var Jóhann Alexandersson. Högni var með flest bingó, eða 6. Styrktaraðili þessa móts eru  Eygló og Georg Hannah.
 
Í gær var svo leikið innandyra í Röstinni, vegna helli-rigningar. Leikar fóru svo:
 
Í kvennaflokki sigraði Gunnlaug Ólsen með 65 högg og 7 bingó, María Einarsdóttir eftir umspil með 67 högg 12 bingó en í þriðja sæti varð Hrefna Ólafsdóttir einnig með 67 högg og 7 bingó. María var einnig með flest bingó, eða 12.
 
Í karlaflokki  sigraði Gunnar Sveinsson með 57 högg og 15 bingó, Jón Ísleifsson var í öðru með 61 högg og 12 bingó, en í þriðja sæti varð svo Högni Oddsson með 64 högg og 9 bingó eftir umspil við Birkir Jónsson, Gunnar Sveinsson var með flest bíngó.
 
Næsta mót er svo  Ljósanæturpúttmótið sem fer fram kl. 14 n.k. fimmtudag, 2 september, og er það opið  mót. Keppt verður í kvennaflokki, karlaflokki og barnaflokki.
Mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024