Púttað í HF í kvöld
Fimmta mótið í púttmótaröð Golfklúbbs Suðurnesja verður kl. 19-21 í HF í kvöld. Mjög góð aðsókn hefur verið í púttmót GS í HF undanfarin mánudagskvöld og stemmningin góð í gamla fiskhúsinu þar sem nú er púttað og slegið.
Mótið er til styrktar unglingastarfi GS. Aðgangseyrir er kr. 500 og frítt fyrir börn fædd 1996 og síðar. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eru í GS eða ekki.