Púttað í blíðskaparveðri
Fimmtudaginn 1. júlí síðastliðinn var haldið SBK mótið í pútti. Þetta var annað útimót Púttklúbbs Suðurnesja og var það haldið í blíðskaparveðri.
Sigurvegarar í kvennaflokki voru;
1. Gerða Halldórsdóttir á 66 höggum og 6 bingóum (eða holu í höggi).
2. Lovísa Þorgilsdóttir á 69 höggum og 7 bingóum.
3. Hrefna M. Sigurðardóttir á 71 höggi.
Í karlaflokki varð Hólmgeir Guðmundsson hlutskarpastur á 67 höggum eftir umspil við Rúnar Hallgrímsson.
1. Hólmgeir Guðmundsson á 67 höggum og 6 bingóum.
2. Rúnar Hallgrímsson á 67 höggum og 5 bingóum.
3. Jón Ísleifsson á 68 höggum
Flest bingó í karlaflokki fengu þeir Gunnar Sveinsson og Ingi Gunnarsson báðir með 7.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson