Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pumasveitin best: Símun og Baldur í liði umferðanna
Mánudagur 18. júní 2007 kl. 13:48

Pumasveitin best: Símun og Baldur í liði umferðanna

Viðurkenningar voru í dag veittar fyrir fyrsta þriðjung Íslandsmótsins í knattspyrnu karla þar sem skipað var í lið fyrstu sex umferðanna. Pumasveitin, stuðningsmannasveit Keflavíkur fékk stuðningsmannaverðlaunin og fyrir vikið munu 150 þúsund krónur renna beint inn í yngri flokka starfið hjá Keflavík. Þeir Símun Samuelsen og Baldur Sigurðsson voru svo valdir í lið fyrstu sex umferðanna.

 

Helgi Sigurðsson sóknarmaður hjá Val var valinn besti leikmaður þriðjungsins og Ólafur Jóhannesson þjálfari FH var valinn besti þjálfarinn. Garðar Örn Hinriksson var svo valinn besti dómari þriðjungsins.

 

Lið umferða 1-6 var þannig skipað:

 

Markvörður:

Bjarni Þórður Halldórsson, Víkingur

 

Varnarmenn:

Atli Sveinn Þórarinsson, Valur

Barry Smith, Valur

Freyr Bjarnason, FH

Sverrir Garðarsson, FH

 

Tengiliðir:

Balur Sigurðsson, Keflavík

Matthías Guðmundsson, FH

Símun Eiler Samuelsen, Keflavík

 

Framherjar:

Helgi Sigurðsson, Valur

Magnús Páll Gunnarsson, Breiðablik

Tryggvi Guðmundsson, FH

 

Þegar tölur yfir áhorfendafjölda á heimaleikjum liðanna eru skoðaðar sést að botnlið KR hefur langmestu aðsóknina en alls hefur Vesturbæjarveldið fengið 7169 manns á völlinn í sumar. Í 2. sæti eru Keflvíkingar með alls 4195 áhorfendur. Eftir fyrstu sex umferðirnar er meðalfjöldi áhorfenda á leikjum Landsbankadeildar karla 1157 manns. Árið 2005 var meðaltalið eftir jafn margar umferðir 1197 manns.

 

Staðan í deildinni

 

VF-mynd/ [email protected]Baldur Sigurðsson og Símun Samuelsen ásamt Valgeiri Guðmundssyni framkvæmdastjóra KSD Keflavíkur en Valgeir tók á móti ávísuninni fyrir hönd Pumasveitarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024