Heklan
Heklan

Íþróttir

PS fagnar 20 ára afmæli
Fimmtudagur 8. júní 2006 kl. 15:39

PS fagnar 20 ára afmæli

Púttklubbur Suðurnesja er 20 ára, klúbburinn var stofnaður af eldri borgurum og eru allir eldri en 60 ára gjaldgengir. Klúbburinn hefur á mjög góðri aðstöðu að skipa, inniaðstaða er í Röstinni, stað sem Margeir Jónsson byggði úr fiskvinnslusal þar sem áður var kúttað, en nú er púttað.

Í Röstinni æfir PS yfir vetramánuðina frá 13:00-15:30 og svo þegar illa viðrar yfir sumarið hefur klúbburinn afnot af Mánatúni í nágrenni við Heilsugæslustofnun Suðurnesja. PS getur lánað kylfur og kúlur og eru allir 60 ára og eldri velkomnir. Keppnir eru haldnar hálfsmánaðarlega.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25