Portúgalskur landsliðsleikmaður til Grindavíkur
Grindvíkingar hafa styrkt knattspyrnulið sitt fyrir næsta tímabil en þeir hafa samið við portúgölsku landsliðskonuna Carolinu Ana Trindade Coruche Mendes. Mendes, sem er þrítug, getur leikið sem miðjumaður og framherji og hefur meðal annars spilað í Svíþjóð og Rússlandi. „Við hlökkum til að sjá hana á vellinum og bjóðum hana velkomna til Grindavíkur," segir í tilkynningu frá félaginu.