VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Pílumót um helgina
Þriðjudagur 30. ágúst 2011 kl. 10:33

Pílumót um helgina

Ljósanæturmótið í pílukasti fer fram föstudaginn 2.september í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Hrannargötu 6 Reykjanesbæ. Mótið byrjar kl 19:30 og spilaðir verða riðlar og svo hreinn útsláttur, ef næg þátttaka er verða bæði A og B úrslit.

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði og sigurvegari fær einnig nafn sitt ritað á skjöld sem hangir í píluaðstöðunni. Mótsgjald er 2000 krónur og eru veitingar seldar á staðnum.

Skráning fer fram hjá Helga í síma 660-8172 skráningu lýkur kl 19:00 samdægurs en þó er ætlast til þess að keppendur skrái sig sem fyrst. Því fleiri sem mæta því glæsilegra verður mótið.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25