Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 27. september 2007 kl. 14:42

Pílumót í Reykjanesbæ

Stigamót í pílukasti fer fram í píluaðstöðu Reykjanesbæjar í kvöld að Hrannargötu 6 á efri hæð. Bestu spilarar landsins munu mæta til leiks í kvöld þar sem keppnin er liður í vali á spilurum í íslenska landsliðið.

 

Íslenska pílulandsliðið heldur til Hollands þann 8. október n.k. til þess að keppa á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti í liðakeppni svo von er á að allir helstu spilarar landsins verði í sínu besta formi í kvöld.

 

Fólk er hvatt til að líta við á Hrannargötu í kvöld og taka púlsinn píluíþróttinni í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024