PÍLUFÉLAG REYKJANESBÆJAR KOMIÐ MEÐ HÚSNÆÐI
Hið nýstofnaða Pílufélag Reykjanesbæjar hefur náð samkomulagi við eigendur Salthússins við höfnina í Keflavík um leigu á aðstöðu til handa félagsmönnum Pílufélagsins í skrifstofuhúsnæði Salthússins. Í því tilefni hefur Pílufélagið boðað til fundar þann 4. október næstkomandi við Boggabar í Keflavík kl. 20.Minningarmót KristínarÞann 20. október næstkomandi verður heldur Pílufélag Reykjanesbæjar minningarmót Kristínar Ingvadóttir í Félagsheimilinu í Innri-Njarðvík. Keppt verður bæði í karla- og kvennaflokki og eru konur því hvattar til að fjölmenna. Húsið opnar kl. 12 og er þátttökugjald kr. 1000 en mótið sjálft hefst kl. 13. Einnig má skrá sig símleiðis hjá Jónínu í síma 421-1086.