Píla: Íslandsmótið í 501 haldið í Reykjanesbæ
Íslandsmót 501 er haldið í Reykjanesbæ í dag og á morgun. Það er Íslenska pílukastfélagið sem stendur að mótinu en í dag var spiluð einmenningskeppni og á morgun, laugardaginn 2. maí verður spiluð tvímenningskeppni. Mótið fer fram í aðstöðu Pílukastsfélags Reykjanesbæjar við Hrannargötu í Keflavik.
Í tvímenningskeppninni, sem fór fram í dag, voru tólf pör skráð í karlaflokki og þrjú í kvennaflokki
Til úrslita í kvennaflokki spila
Petrea Kr. Friðriksdóttir og Guðfinna Sigurðardóttir
á móti
Sigríði G. Jónsdóttir og Elínborgu Björnsdóttir.
Í þriðja sæti urðu María Steinunn Jóhannesdóttir og Erna B. Bjarnadóttir
Til úrslita í karlaflokki spila um 1. til 2. sæti:
Ægir Örn Bjönsson og Þröstur Ingimarsson
á móti
Magnús Garðarsson og Ævar Finnsson
Í 3. sæti urðu:
Þorgeir Guðmundsson og Guðjón Hauksson
Í 4 sæti urðu:
Kristján Þorsteinsson og Guðmundur Friðbjörnsson
Einmenningskeppni í 501 verður spiluð á laugardeginum og byrjar kl 11:00 stundvílega.
Úrslitaleikir í tvímenning og einmenning verða spilaðir eftir kl 18 á morgun, laugardag.
Fleiri myndir frá Íslandsmótinu væntanlegar hér á vf.is
Fleiri myndir frá Íslandsmótinu væntanlegar hér á vf.is