VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Pétur Þór Jaidee í níunda sæti á fyrsta golfmóti sumarsins
Pétur Þór Jaidee slær á Bergvíkinni, þriðju holu Leirunnar. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 27. maí 2022 kl. 10:34

Pétur Þór Jaidee í níunda sæti á fyrsta golfmóti sumarsins

Fyrsta mót sumarsins á mótaröð GSÍ fór fram hjá Golfklúbbnum Leyni um síðustu helgi. Fimm keppendur frá Golfklúbbi Suðurnesja voru á meðal þátttakenda, þeir Pétur Þór Jaidee, Logi Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Björgvin Sigmundsson og Róbert Smári Jónsson. Völlurinn var í mjög góðu ástandi og veðrið var ágætt allan tímann. GS-ingarnir stóðu sig vel og enduðu fjórir þeirra á meðal efstu þrjátíu sem er ágætis byrjun hjá keppniskylfingunum.

Pétur Þór Jaidee stóð sig best af keppendum GS og náði í fyrsta skipti á ferlinum sínum á meðal tíu efstu kylfinga. Logi átti einnig fínt mót og endaði í fimmtánda sæti.

Lokastaðan hjá kylfingum GS:
Pétur Þór Jaidee (9. sæti)
Logi Sigurðsson (15. sæti)
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (24. sæti)
Björgvin Sigmundsson (27. sæti)
Róbert Smári Jónsson (54. sæti)

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25