Pétur Þór Jaidee í níunda sæti á fyrsta golfmóti sumarsins
Fyrsta mót sumarsins á mótaröð GSÍ fór fram hjá Golfklúbbnum Leyni um síðustu helgi. Fimm keppendur frá Golfklúbbi Suðurnesja voru á meðal þátttakenda, þeir Pétur Þór Jaidee, Logi Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Björgvin Sigmundsson og Róbert Smári Jónsson. Völlurinn var í mjög góðu ástandi og veðrið var ágætt allan tímann. GS-ingarnir stóðu sig vel og enduðu fjórir þeirra á meðal efstu þrjátíu sem er ágætis byrjun hjá keppniskylfingunum.
Pétur Þór Jaidee stóð sig best af keppendum GS og náði í fyrsta skipti á ferlinum sínum á meðal tíu efstu kylfinga. Logi átti einnig fínt mót og endaði í fimmtánda sæti.
Lokastaðan hjá kylfingum GS:
Pétur Þór Jaidee (9. sæti)
Logi Sigurðsson (15. sæti)
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (24. sæti)
Björgvin Sigmundsson (27. sæti)
Róbert Smári Jónsson (54. sæti)