Pétur á að endurvekja Keflavíkur hraðlestina
Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur i körfubolta til næstu tveggja ára. „Stjórn körfuknattleiksdeildar bindur miklar vonir við þessa ráðningu og fer inn í sumarið full af bjartsýni,“ segir í frétt frá Keflavík.
Pétur segist vera afar spenntur fyrir nýju verkefni og segir mikil tilhlökkun að byrja næsta tímabil í Keflavík. „Ég er sannfærður um að við getum komið liðinu á þann stall sem við viljum hafa. Verkefnið að endurvekja Keflavíkurhraðlestina er formlega hafið.”
Næstu daga og vikur má vænta tíðinda af leikmannamálum en mikil vinna er lögð í þau mál alla daga. Pétur þjálfaði lið Breiðabliks í vetur en síðustu ár hafa lið Péturs vakið athygli fyrir hraðan og skemmtilegan körfubolta.
Næstu daga og vikur má vænta tíðinda af leikmannamálum en mikil vinna er lögð í þau mál alla daga segir í fréttinni.
Karlalið Keflavíkur hefur ekki unnið Íslandsmeistaratitil síðan 2008 en liðið hefur þó verið í toppbaráttunni undanfarin ár. Ljóst er að miklar breytingar verða á leikmannahópnum en nokkrir af lykilmönnum Keflavíkur undanfarin ár verða ekki í liðinu næsta keppnistímabil.