Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Petrúnella og Elvar best hjá Njarðvíkingum
Þriðjudagur 1. maí 2012 kl. 16:37

Petrúnella og Elvar best hjá Njarðvíkingum



Njarðvíkingar héldu lokahóf sitt í körfuboltanum í gær en tveir titlar komu í hús hjá stúlkunum þetta árið á sögulegu tímabili hjá félaginu. Veislustjóri var markvörður Keflvíkinga, Ómar Jóhannsson en hann var afar hnyttinn og gerði óspart grín að Njarðvíkingum. Einnig skaut hann á Keflvíkingana og sjálfan sig í leiðinni. Örn Garðarsson sá um veitingar og að sögn viðstaddra var kvöldið afar vel heppnað

Að venju voru leikmenn heiðraðir fyrir góða frammistöðu á árinu og fengu eftirfarandi leikmenn viðurkenningu.

Meistaflokkur kvenna:

Efnilegust: Salbjörg Sævarsdóttir

Besti varnarmaður: Ólöf Helga Pálsdóttir

Besti leikmaður: Petrúnella Skúladóttir

Meistaraflokkur karla:


Efnilegastur: Maciej Baginski

Besti varnarmaður: Ólafur Helgi Jónsson

Besti leikmaður: Elvar Már Friðriksson

Mynd: Elvar og Petrúnella með verðlaunin. Veislustjórinn Ómar Jóhannsson í góðum gír í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024