Petrúnella heit í góðum sigri
Njarðvíkurstúlkur sigruðu Snæfell 60-84 í Iceland Express deil kvenna í gær. Sigurinn var öruggur og Petrúnella Skúladóttir var að hitta sérstaklega vel fyrir utan.
Jordan Murphree var klár í liði Snæfells en Berglind og Rósa voru utan Snæfells í gær sem og Ína María hjá Njarðvík. Fyrir leikinn voru Njarðvíkurstúlkur í öðru sæti með 26 stig en Snæfell í fimmta sæti með 16 stig og heyja mikla baráttu til að reyna að komast í topp fjóra.
Snæfellsstúlkur byrjuðu hratt og komust í 6-2 en fengu það mikið í bakið að hraðar sóknir voru þær ekki að höndla um hríð og Njarðvíkurstúlkur þáðu alla lausa bolta sem Snæfell missti frá sér og fengust þeir allnokkrir og komst Njarðvík yfir 6-11. Snæfell náði þó að hægja á ferðinni og fara aðeins yfir hlutina af yfirvegun og komust nær Njarðvík 12-14. Liðin skiptust á köflum í leiknum og Njarðvík komst í fljótt 12-19 sem var staðan.
Í öðrum hluta leiddi Njarðvík að mestu með 5- 10 stigum og vou yfir 26-42 í hálfleik og héldu forystunni þokkalega yfir leikhlutann. Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow búin að skora 15 stig í hálfleik og Hildur Sigurðardóttir var komin með 6 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Í liði Njarðvíkur var Shanae Baker Brice búin að skora 12 stig og taka 6 fráköst en Lele Hardy var þar á eftir komin með 11 stig og 9 fráköst.
Snæfellsstúlkur byrjuðu á fyrstu 5 stigin í seinni hálfleik áður en Petrúnella smellti einum þrist einhverjum metrum frá línu og staðan 33-45. Petrúnella bætti við öðrum stórum þrist fyrir Njarðvík og svo þriðja þegar staðan varð 44-60 og hún sjóðheit í þriðja hluta. Þegar sá fjórði í röð flaug í netið varð staðan 44-63 og Snæfellsstúlkur voru skotnar á kaf af Petrúnellu Skúladóttur sem var þá komin með 20 stig og 5 niður af 7 reyndum þristum. Staðan eftir þriðja hluta 48-66 fyrir Njarðvík.
Njarðvík var komið yfir 20 stiga múrinn 48-68 og fegnu þær flest skot niður á meðan lítið gekk í netið hjá Snæfelli. Björg Einarsdóttir smellti einum þrist fyrir Snæfell og staðan 51-70. Ekki reyndist það auðvelt fyrir Snæfell að komast inní leikinn í fjórða leikhluta og Njarðvíkurstúlkur sterkar og áttu þær ekki erfiðan seinni hálfleik. Petrúnella kórónaði góða hittni sína í leiknum og smellti sínum sjötta þrist fyrir stöðuna 60-84 sem var lokastaða leiksins.
Njarðvík:
Petrúnella Skúladóttir 29. Shanae Baker-Brice 27/13 frák/6 stoðs. Lele Hardy 18/20 frák/8 stoðs. Ólöf Pálsdóttir 3/4 frák. Harpa Hallgríms 2/5 frák. Eyrún Líf 3. Sara Dögg 2. Emelía Ósk 0. Salbjörg 0. Andrea Björt 0. Erna Hákonard. 0.
Símon B. Hjaltalín/Karfan.is