Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 21. mars 2002 kl. 09:51

Perlan: Nýtt í líkamsrækt frá Blackpool

Dagana 23.- 25. mars n.k mun Sigríður eigandi Perlunnar halda erlendis til Blackpool á The world fitness odyssey 2002. Fer hún ásamt Unni Pálmadóttur sem mun kenna fyrir Íslands hönd á þessari ráðstefnu. Flest öll lönd senda sína bestu líkamsræktarkennara til að taka þátt og sjá það sem er nýtt í öðrum löndum. 60 kennar verða á staðnum og eru þeir bæði með kennslutíma og fyrirlestra um allt tengt líkamsrækt. Þessi ráðstefna er haldin í The Wintergardens í Blackpool og er haldin einu sinni á ári . Á hverjum klukkutíma eru 11 tímar í gangi  þanni að úr mörgu er að velja. Fyrsti tíminn byrjar kl.8:00 og sá síðasti kl.17:30. Einngi eru sýngarbásar með lyftingartækjum,fatnaði,tónlist og myndböndum frá ýmsum kennurum sem eru með kennslutíma á ráðstefnuni. Á ráðstefnuni er mikið af nýju fólki með nýjar hugmyndir t.d. er tími sem heitir K.O.BO og er box, weith loss spesial sem er klikkaður fitubrennslu tími og yoga step þar sem yoga og tröppum er blandað saman. Við hjá Perlunni ætlum að kynna nýja timatöflu strax eftir páska og bjóða viðskiptavinum okkar uppá allt það nýjast sem er í gangi árið 2002, segir í frétt frá Perlunni.


Kveðja Sigga Kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024