Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Penninn á loft hjá Þrótti Vogum
Föstudagur 2. febrúar 2018 kl. 07:00

Penninn á loft hjá Þrótti Vogum

Marteinn Urbancic og Örn R. Magnússon hafa framlengt samningum sínum við knattspyrnufélagið Þrótt Vogum til tveggja ára. Báðir komu þeir til félagsins á síðasta ári og áttu þeir stóran hlut í því að liðið komst upp um deild síðasta sumar en þeir skoruðu báðir mikilvæg mörk með liðinu í lokaleikjum þriðju deildarinnar. 

Ragnar Þór Gunnarsson kom til Þróttar í nóvember og í vikunni var skrifað undir tveggja ára samning við hann. Jordan Tyler er nýr leikmaður Þróttar Vogum en hann hingað til lands í byrjun árs, Jordan er með reynslu úr annari deildinni og hefur spilað með liði Hattar frá Egilsstöðum og KF.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttarar frá Vogum bjóða Ragnar Þór og Jordan velkomna í Þróttara fjölskylduna.