Penninn á loft hjá Þrótti Vogum
Marteinn Urbancic og Örn R. Magnússon hafa framlengt samningum sínum við knattspyrnufélagið Þrótt Vogum til tveggja ára. Báðir komu þeir til félagsins á síðasta ári og áttu þeir stóran hlut í því að liðið komst upp um deild síðasta sumar en þeir skoruðu báðir mikilvæg mörk með liðinu í lokaleikjum þriðju deildarinnar.
Ragnar Þór Gunnarsson kom til Þróttar í nóvember og í vikunni var skrifað undir tveggja ára samning við hann. Jordan Tyler er nýr leikmaður Þróttar Vogum en hann hingað til lands í byrjun árs, Jordan er með reynslu úr annari deildinni og hefur spilað með liði Hattar frá Egilsstöðum og KF.
Þróttarar frá Vogum bjóða Ragnar Þór og Jordan velkomna í Þróttara fjölskylduna.