Peking í seilingarfjarlægð
Fyrst bleytir hún svæðið í kringum augun með munnvatin, setur á sig sundgleraugun, hoppar þrisvar sinnum og stingur sér svo til sunds. Erla Dögg Harladsdóttir var hársbreidd frá því að komast inn á Heimsmeistaramótið í sundi sem fram fer í Ástralíu í mars. Erla reyndi við lágmarkið í fjórsundi á Reykjavík International um síðustu helgi og bætti þá mótsmetið um tæpar sjö sekúndur og sitt persónulega met um þrjár sekúndur. Því miður dugði það ekki til og var Erla aðeins 0,89 sekúndum frá lágmarkinu.
,,Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlægja þegar ég sá hversu lítið vantaði upp á. Steindór þjálfari sagði við mig fyrir sundið að ég ætti að vera ánægð ef ég myndi bæta
Útskrift og Ólympíuleikar
Erla Dögg stundar nám við FS á Náttúrufræðibraut og stefnir að því að útskrifast 2008, skömmu áður en hún fer á Ólympíuleikana í
Á fjöldann af metum
Í Reykjavík International mótinu um síðustu helgi synti Erla á 2,21 mínútu í fjórsundinu en Ólympíulágmarkið er 2,19,68. Erla hefur fulla trú á því að hún geti náð lágmarkinu enda hefur hún æft vel að undanförnu. ,,Ég var í þessari sömu stöðu fyrir Ólympíuleikana 2004 en þá var ég aðeins 0,16 sekúndur frá lágmarkinu,” sagði Erla og var engan billbug á henni að finna enda aðeins 18 ára gömul og ferill hennar rétt að byrja þrátt fyrir langa afrekssögu. Hátindinn á sundferlinum segir Erla vera nóvembermetið hennar sem hún setti í fyrra í 200m fjórsundi en það var hennar fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki. ,,Ég setti metið í stuttu lauginni og synti á 2.16.94 mínútur og svo á ég líka metið í 400m bringusundi en það er ekki ólympíugrein,” sagði Erla sem á einnig fjöldann af metum í yngri flokkum sem standa enn í dag.
2008 er afmælisárið
Ólympíuleikarnir í Peking fara fram árið 2008 en það ár verður stórt í lífi Erlu þar sem hún verður 20 ára, mun útskrifast frá FS og ætlar sér að vera komin með þátttökurétt á leikunum. Til þess að svo megi verða leggur Erla hart að sér í námi þessa stundina svo lokaönnin hennar við FS verði í rólegri kantinum og hún geti einbeitt sér að sundinu. Hvað vill Erla hafa afrekað á sundferlinum þegar honum lýkur? ,,Þegar ég hætti vil ég vera búin að setja Íslandsmet í öllum mínum bestu greinum og hafa keppt á Ólympíuleikum, á leikunum væri svo ekki slæmt að hafa komist í úrslit eða undanúrslit,” sagði Erla en fékkst ekki til að fullyrða að hún stefndi á verðlaunapall meðal þeirra bestu.
Á næstunni fara nokkrir sundmenn á vegum ÍRB til
Erla er hógvær en ákveðin sundkona sem á örugglega eftir að láta frekar að sér kveða þegar fram líða stundir. Aðeins 18 ára gömul hefur hún skákað bestu sundkonum landsins í 200m fjórsundi og eflaust verða metin fleirri áður en langt um líður.