Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Paxel og Damon settu upp skotsýningu
Föstudagur 31. október 2014 kl. 10:44

Paxel og Damon settu upp skotsýningu

Frammistaða vikunnar

Grindvíkingurinn skotvissi, Páll Axel Vilbergsson, skoraði í vikunni sína þúsundustu þriggja stiga körfu í efstu deild í körfubolta karla, fyrstur allra á Íslandi. „Ég get ekki sagt að ein karfa sé eftirminnilegri en önnur. Ég man þó eftir leik þar sem ég var ungur maður og skoraði úr 12 af 15 þriggja stiga skotum mínum,“ rifjar Paxel upp. Umræddur leikur átti sér stað í janúar árið 1999 gegn Valsmönnum. Þessi frammistaða upp á 80% nýtingu dugði til þess að slá met yfir flestar þriggja stiga körfur Íslendings í leik í efstu deild. Þess má geta að Keflvíkingurinn Damon Johnson skoraði úr 14 af 17 þriggja stiga skotum sínum daginn eftir í leik gegn KFÍ.

Metið í úrvalsdeildinni á hins vegar Franc Booker en hann gerði tvívegis 15 þriggja stiga körfur þegar hann lék með ÍR, fyrst er ÍR mætti Njarðvík þann 8. janúar 1991 og þá var hann með 68,25% nýtingu í skotunum utan þriggja stiga línu. Hann gerði einnig einu sinni 13 þriggja stiga körfur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrstu þriggja stiga körfu sína í efstu deild skoraði Páll Axel með Grindvíkingum árið 1995, eða fyrir tæpum 19 árum. Páll hefur skorað 1002 þriggja stiga körfur í 476 leikjum, sem gerir rúmlega tvo þrista í leik.