Pawel Grudzinski til Njarðvíkur

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur samið við nýjan leikmann, Pawel Grudzinski en leikmaðurinn kemur til Njarðvíkur frá Víði. Pawel er 26 ára pólverji sem hefur búið og leikið hér á landi undanfarin ár. Hann gekk til liðs við Njarðvík 2014 frá Reyni S og á að baki 25 mótsleiki með Njarðvík og skorað 2 mörk í þeim. Hann gekk til liðs við Víði vorið 2016. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur.