Pavel hafnaði boði Njarðvíkinga
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að körfuknattleikslið Njarðvíkur hafi átt í viðræðum við Pavel Ermolinski um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Pavel hafnaði boði Njarðvíkinga þar sem hann hafi ákveðið að vera áfram á Spáni og klára þar samning sinn hjá Axarquia.
Frá síðustu leiktíð hafa eftirfarandi aðilar yfirgefið herbúðir Njarðvíkinga:
Einar Árni Jóhannsson, fráfarandi þjálfari, Igor Beljanski, Jeb Ivey, Ragnar Ragnarsson, Halldór Karlsson, Rúnar Ingi Erlingsson, Kristján Sigurðsson og Jónas Ingason.
Teitur Örlygsson, nýráðinn þjálfari UMFN, tjáði Morgunblaðinu það að Guðmundur Jónsson myndi áfram vera í herbúðum Njarðvíkinga en hann er engu að síður með lausan samning.