Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 6. ágúst 2003 kl. 11:00

Paul McShane og Ólafur Örn bestir hjá Grindavík í fyrri umferð

Paul McShane og Ólafur Örn Bjarnason fyrirliði voru leikmenn fyrri umferðarinnar að mati þeirra sem þátt tóku í netkosningu á vefsíðu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Hvor um sig fékk 23% atkvæða. Næstur kom Óðinn Árnason með 19%. Ólafur Örn var í gær valinn í 18 manna landsliðshóp Íslendinga sem mæta Færeyingum í undankeppni EM í Þórshöfn nú í ágúst. Ólafur er einn þriggja leikmanna sem leika með íslenskum félagsliðum. Paul hefur sýnt mikinn styrk í þeim leikjum það sem af er móti og er án nokkurs vafa einn af máttarstólpum liðsins. Hægt er að sjá niðurstöðu kosningarinnar með því að fara inn á heimasíðu Grindavíkur: www.umfg.is!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024